Leita í fréttum mbl.is

Vaðalfjöll og Reykjanes

Fór um helgina tvær skemmtilegar gönguleiðir vestur á Barðaströnd. Ég fór með Ívari og Gerði vestur að Bjarkarlundi þar sem við hittum Gunna Þórðar Stínu og Einar K. Þau voru með tvær leiðir í huga  önnur á Vaðalfjöll hin á Reykjanesið þar rétt hjá.

Auðvelt og fljótlegt er að ganga á Vaðalfjöll þótt þau virðist óárennileg úr fjarska. Hægt er að velja um að keyra eða ganga nálægt efsta tindinum. Ef gengið er hefst gangan á bílstæðinu við Bjarkarlund og er um 7 km upp aflíðandi grónar hlíðar. Annars liggur ágætis slóði upp hlíðina rétt áður en komið er að Bjarkarlundi að sunnan.

Smá klöngur er upp síðasta spölin en uppi er varða og gestabók. Útsýni er nokkuð gott í vestur yfir Berufjörð og Breiðafjörð og síðan Þorskafjörð hinum megin við nesið. Rekjanesið og Barmahlíð sjást vel og Berufjarðarvatn þar sem sagt er að fyrsta fiskeldi á Íslandi hafi verið í fornöld.

Ef fólk er á leið vestur í góðu veðri þá er vel hægt að hvíla sig á akstri smá stund og ganga á þennan tind í leiðinni. Það tekur ekki meiri tíma en svo og er vel þess virði.

vadalfjoll

Hin gönguleiðin var á Reykjanesinu upp hjá Seljanesi upp á heiðina framhjá Ísavatni og Grundarvatni , þar sem veiðast baneitraðir öfuguggar skv. þjóðsögum, áfram uppá Reykjanesfjall og síðan niður hjá bænum Grund fyrir ofan Reykhóla. Þar féll mikið snjóflóð 18.01.1995 og lést einn maður.

Smá klöngur er niður fjallið hjá Grund og verður að hitta á réttan stað til niðurgöngu. Útsýni frá Reykjanesfjalli er gott yfir Breiðafjörðin og yfir á Snæfelssnesið og sést vel hvílíkur fjöldi eyja er á firðinum. Þessi leið var um 11 km. Það þarf að huga að því að niðurkoma er alllangt frá uppgöngu ef sækja þarf bíla.

Síðan er upplagt að skoða dráttarvélarnar á Grund, fara í sund á Reykhólum og skoða fjöruna og Þörungaverksmiðjuna.

Reykholar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband