Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldstindur

Tími kominn til að uppfæra bloggið. Fór á Þorvaldstind laugardaginn 8. ágúst. Brenndi úr bænum á föstudaginn og gekk á fjöllinn á laugardag. Þorvaldstindur er hæsti tindur Dyngjufjalla og er um 1510 m hár en upphafspunktur er annaðhvort 1000m ef byrjað er í Öskju eða um 700m ef byrjað er í Dreka.

Þetta er ansi drjúg ganga. Ég var búin að ákveða að ganga áfram hringinn í kringum Öskjuvatn og þegar upp var staðið varð leiðin um 25km. Ég byrjaði á bílastæðinu við Vikraborgir og endaði þar einnig. Veðrið var ágætt svolítið rok en gott skyggni sem er eins gott í þessu landslagi.

Tindurinn sjálfur er einn af mörgum í Öskjuhringnum og lítill munur er á hæð þeirra margra þótt þessi sé hæstur. Leiðin þræðir nánast allan hrygginn fyrir utan nokkra staði þar sem ég fór aðeins niður í suðurhlíðar. Vikur er allsráðandi í þessum brekkum og eru þær margar mjög lausar í sér.

Árbók FÍ frá 1981 lýsir þessu vel. Þar er talað um að halda megi áfram eftir tindinn niður fjallgarðinn en lofthræddir eru varaðir við. Það eru orð að sönnu. Þverhnípi á báðar hliðar. Ég ákvað að halda ekki áfram hrygginn en fór í staðinn aðeins til baka og niður suðurhlíðina. Þetta lengir leiðina auk þess sem hlíðarnar eru mjög skornar með vatnsrásum en allt er svæðið þakið þykkum vikri. En það var þess virði.

Fyrir utan að fara á tindinn þá fannst mér einna merkilegast að koma að Knebelsvörðu sem var reist árið 1950. Hún stendur við jaðar svokallaðs Mývetningahrauns á rauðri sléttri hraunbreiðu. Ég man ekki eftir að hafa séð svona áður.

Drjúg ganga er frá Knebelsvörðu sem er við vesturhlið vatnsins og að bílastæðinu en hún er nokkuð greiðfær. Það er yfir hraun að fara en vikur frá gosinu 1875 og eflaust seinni gosum hefur fyllt í hraunið. Þó vill það henda að vikurhulann yfir hrauninu brotni. Þetta er eins og að ganga á harðfenni sem stundum gefur sig.

Með öllu stoppi og hangsi tók þetta mig 8 tíma en ég fer ekki sérlega hratt yfir. Eflaust er hægt að vera fljótari ef vilji er til þess. En ef þú vilt eyða degi í þokkalega erfiða göngu með ótrúlegu útsýni þá er þetta ein leið.

Knebelsvarða

Mývetningahraun og rauða hraunið

askja_leidin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband