Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hekla

Fór í gær ásamt Ívari Pálssyni í sumarskíðaferð á Heklu. Veðrið var ansi gott nokkuð skýjað en gott skyggni engu að síður í vestur og norður. Við fórum hefðbundna leið frá bílastæðinu í skjólkvíum og eftir um 2 km labb þá komumst við á skíðin í um 740 m hæð. Leiðin sem við náðum að skíða er um 5 km. og fallhæðin um 740 m ágætt það. Bílastæðið er í ca 520 m hæð þ.a. heildarhækkun er tæpir 1000m. Leiðin er um 14 km löng fram og tilbaka.

Færið var bara nokkuð gott betra neðarlega í fjallinu snjórinn uppi var aðeins mýkri. Þó nokkuð af fólki var á fjallinu og sáust spor eftir stóran hóp sem hefur sennilega verið á göngu á sumarsólstöðum lengsta degi ársins fyrri nótt. Hér er smá fróðleikur um þetta frá Almanaki HÍ:

sólstöður (sólhvörf), sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna þess að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.
Í stjörnufræði eru sólstöður skilgreindar sem það augnablik þegar miðbaugslengd sólar er 90° eða 270°. Lengdin reiknast frá vorpunkti og munar litlu á þessari skilgreiningu og þeirri sem fyrr var gefin.  (heimild: Almanaksskýringar Þorsteins Sæmundssonar)

Þetta var í sem skemmstum orðum frábær skemmtun. Skíðaferð niður Heklu  21. júní í góðu veðri. Er hægt að gera eitthvað betra ?

Hekla track 2


Hengill

Margar áhugaverðar leiðir er hægt að fara í og umhverfis Hengilinn. Ég fór hring í dag sem var ansi góður og góð æfing fyrir aðrar göngur eða hlaup. Ég lagði bílnum við Draugatjörn þar sem rústir gamla sæluhússins eru nánast beint undir háspennulínum sem liggja framhjá Hellisheiðavirkjun. Aðkoman er frá línuveginum.

Það er hægt að skokka fyrstu 7-8 km um Bolavelli og inní Engjadal. Áður en komið er inní Marardal er haldið á fjallið stikaða leið uppá Vörðuskeggja og síðan niður í Innstadal og áfram niður Sleggjubeinaskarð og í bílinn. Hægt er að skokka Innstadalinn í lokin.

Leiðin er um 19 km auk þess sem farið er í um 800m hæð. Úsýnið er frábært á góðum degi. Höfuðborgarsvæðið, Þingvallavatn, Hveragerði og allt hitt. Myndin stækkar ef smellt er á hana þrisvar sinnum.

Hengill stor


Mallorca

Höfnin í Puerto Soller 

Það er hægt að gera annað en liggja í sólbaði á Mallorca. Það reyndum við hjónin vikuna 28 maí til 4 júní þegar við fórum ásamt Ragnheiði dóttur okkar og Kötu og Sigrúnu Dís og fleiri ferðafélögum í gönguferð með Gönguhrólfi til eyjunnar.

Ég ætla ekki að vera með langa ferðlýsingu hér en áhugasamir geta farið inn á heimasíðu Gönguhrólfs og séð skipulag allra ferða sem þar eru í boði.

Skipulag ferðarinnar var gott og fararstjórinn Már jónsson stóð sig með prýði. Ég get hiklaust mælt með þessari ferð. Við gengum um 90 km á sex dögum sáum fjöll og dali, fagrar víkur og tanga.

Hápunktur hvers dags fannst mér eiginlega vera hádegismaturinn útí í fallegri náttúru góðu veðri og í fínum félagsskap. Geitakjötið var eini mínusinn. Ég held að það ætti að leyfa geitunum að lifa áfram þær eru  ekkert sérstakar á diski.

Ég setti inn myndir í albúmin mín hér efst til hægri.

Við hjónin og Ragnheiður ásamt Kötu og Sigrúnu Dís og Hauki (sem kom seinna) vorum síðan eina viku sem hefðbundnir túristar á Muro ströndinni. Heldur hefði ég nú viljað aðra viku í fjöllunum !

Enn svo ég nöldri aðeins þá finnst mér þrengslin í flugvélum vera orðin einum of. Við flugum heim með vél frá Futura og plássið fyrir hvern farþega er fáranlega lítið. Það er ekki mögulegt að sitja í þessum sætum í 4 tíma. Mér finnst þetta komið úti öfgar. Ef það þarf að hækka verð um einhverja þúsundkalla til að auka rými þá verður bara að gera það. Ég mun í framtíðinni forðast þessi síldartunnuflugfélög eins og frekast er unnt.


Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 114422

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband