Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hnjúkurinn vann

Reyndi við Hvannadalshnjúk á sumardaginn fyrsta. Ég var í för með vösku fólki frá SHS og fleirum. Lagt var af stað um miðnætti og áætlað að standa á toppnum um 10.

Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk ekki eftir í þetta sinn. Veðrið var ekki gott, hvasst og úrkoma fyrst rigning síðan snjór. Við vorum 8 tímum of snemma á ferð því það lægði mikið þegar leið á daginn. En það getur verið erfitt að breyta áætlun hjá stórum hópi þ.a. þetta fór svona.

Það gengur bara betur næst.

Lagt af stað


Snæfellsjökull

Fór á laugardaginn ásamt Ívari og Baldri á Snæfellsjökul. Við fórum hefðbundna leið frá Jökulhálsi. Skildum bílinn eftir í ca 400 m. hæð og fórum á skíðin. Fórum suðvestan við jökulskerin og beint á Miðþúfu. Við sáum engar sprungur á leiðinni, en það var talsverður hiti og snjórinn bráðnar hratt.

DSC07854

Við hittum slatta af fólki þennan dag enda er jökullinn vinsæll til útivistar. Veðrið var ekki eins gott og við vonuðumst til m.v. veðurspá en gott engu að síður þótt útsýni væri ekki mikið.

Skíðuðum niður sömu leið og snjótroðarinn fer. Það var fínt. Mér sýnist að rennslið niður í bíl hafi verið um 6.5 km og fallhæðin tæpir 1000 m.

Setti inn nokkrar myndir í albúmið. Ívar tók allar myndirnar.

snaefellsjokull_ferill

 


Óþarfi

Skrapp á laugardaginn í smá skíðaferð upp Svínaskarð milli Móskarðahnúka og Skálafells. Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi. Það sem stingur í augun eru förin eftir blessuð mótorhjólin. Ég á erfitt með að skilja af hverju ekki er hægt að halda sig á slóðum eða í snjónum. Af hverju þarf að aka yfir ósnortið land og valda óafturkræfum skaða.

Á köflum er eins og að plógur hafi farið yfir landið. Ég hef sjálfur átt torfæruhjól þ.a. ég er ekki að hallmæla hjólunum sem slíkum. En það þarf ótrulega fáa svarta sauði til að eyðileggja fyrir fjöldanum.

Læt eina mynd fylgja sem sýnir um hvað er að ræða.

ör


Eyjafjallajökull

Fór á laugardaginn 5.04 á Hámund hæsta tind Eyjafjallajökuls um 1660 m hár. Fór í þetta sinn með félögum Í ÍSALP upp frá Seljavöllum. Veðrið var stórkostlegt glampandi sól allan tíman en vindur efst. Það er ekki við öðru að búast hjá okkur.

Gekk þokkalega fannst þetta samt nokkuð erfitt, eiginlega erfiðara en Hnjúkurinn fyrir 3 vikum. Átta mig ekki alveg á því.

Á toppnum hitti ég fólk í félaginu toppfarar.is kannaðist við nokkra þar.

Við vorum öll á skíðum þ.a. niðurferðin var fljótleg. Sundlaugin því miður lokuð.

Setti in nokkrar myndir á albúmið hægra megin á síðunni.

 Vegna mikils ruglings sem virðist vera á nafngiftum á jöklinum þ.e. Goðasteinn og Guðnasteinn vil ég benda á grein sem birtist í Lesbók Moggans 25.janúar 1997 eftir Árna Alfreðsson. Eftir þann lestur ætti engin að efast lengur hvað heitir hvað. Greinina má lesa á timarit.is

Á kortinu hér fyrir neðan (Garmin) sést (ef smellt er 3svar) að Goðasteinn er merktur talsvert austan við Hámund. Þetta er ekki rétt og getur verið villandi. Goðasteinn er á vestur hlið öskjunnar í um 3 km fjarlægð en Guðnasteinn er rétt vestan við Hámund.

Leiðin upp og niður


Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 114420

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband