Leita í fréttum mbl.is

Núpstaðaskógur-Skaftafell

Ég fór ásamt sjö öðrum í magnaða gönguferð fyrir helgi. Með mér voru Katrín Alma, Fríður, Kristinn, Alma frænka og hjónin Elli og Halla Karen

Ferðin hófst með akstri inní Núpsstaðaskóg, en Alma reddaði strákum sem óku okkur þangað á bílnum mínum og einum öðrum. Það gekk vel en við vorum nokkuð seint á ferð eftir óvæntar tafir í Skaftafelli og vorum þar um kl. 21.

Gengum af stað um kvöldið áleiðis með Núpsánni og fundum gott tjaldstæði eftir ca. 3 tíma. Héldum áfram næsta dag í áttina að Grænalóni. Vorum þar um 17 að mig minnir. Aðeins rúm vika var síðan hlaup kom ún Grænalóni og það var magnað að sjá afleiðingar hlaupsins. Jakar á stærð við íbúðarblokkir strandaðir langt uppí hlíð og sandauðnin. Þetta er í raun ólýsanlegt.  Brestir heyrðust af og til í ísnum og maður þorði ekki að fara of nálægt. Það lak og hrundi stanslaust af jökunum. Óðum síðan ánna sem rennur í lónið. Á kortum er þessi á nafnlaus. Hún var nokkuð erfið yfirferðar enda við seinna á ferð en áætlað var sökum tafa daginn áður. Héldum síðan upp með Grænafjalli og tjölduðum við jökulsporðinn.

Næsti dagur fór í jökulinn. Leiðin okkar var í sveig til að forðast sprungur sem eru við tunguna sem fellur í Grænalón og fara sem best í gegnum ísstrýturnar á jöklinum. Ísstrýtur myndast þegar sandur safnast saman á jöklinum. Sólin nær ekki að bræða ísinn undir sandinum, en bræðir ísinn í kring. Við það myndast þessir hólar og strýtur. Jökulinn var allur sundurskorinn af vatnsrásum og runnu um hann óteljandi lækir og sprænur vatnið kristaltært og svalandi. Leiðin okkar var um 16 km og tók okku 7 til 8 tíma og gekk bara bærilega. Nokkuð var um sprungur rétt áður en komið var af jöklinum við Færinesið. Það er þolinmæðisverk að vinna sig þarna yfir. Það má ekki flýta sér og ekki slóra heldur. Héldum síðan upp brekkuna uppá pallin á eitt stórbrotnasta tjaldstæði sem ég hef tjaldað á. Ekki er mikið um vatn við tjaldstæðið en við fundum góðan læk  innan við stæðið sem rennur úr meðan enn er snjór í Færineseggjum.

Næsta dag var síðan haldið áfram uppá Blátind í frábæru veðri. Útsýnið frá Blátindi var stórkostlegt. Hnjúkurinn, Dyrhamar, Skaftafellsfjöllinn,Þumall, Færineseggjar, Mýrdalsjökull ,Vatnajökull og allt hitt. Loftið vat tært og ekkert mistur. Þetta er ein fegursta tindasýn sem ég hef upplifað á Íslandi. Litlar digitalmyndavélar koma þessu ekki til skila svo mikið er víst. Héldum síðan niður í Skaftafell þar sem fákurinn beið þolinmóður, kældum bjórinn i Virkisánni fengum gistingu í Vesturhúsum og þar með er sagan öll.

Setti inn myndir. Þær stækka ef smellt er á þær 3svar.

Nupst-skaftafell2 sb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán.

Flott síða hjá þér og skemmtilegar myndir. Var að koma frá Grænalóni. Fór þriggja daga ferð úr Núpstaðaskógi inn með jöklinum inn að Gl. og síðan niður með Núpsá. Höfum verið andbýlingar þegar þið gistuð í Norðurdal lá ég austan í Eggjum við jökulröndina og dáðist að Skaftafellsrfjöllum í kvöldsólinni.

Ætla ekki að vera með leiðindi en fannst samt súrt að sjá þrjú bæti af klósetpappír með brúnleitu ívafi í og við skoruna niður í Skessutorfur. (Skessuskuð ??) Það var ennþá þurrt svo það logaði vel í þeim. öllum.  Ekki alveg eftir"Leave No Trace" siðfræðinni.

(Lenti líka í lokuðum Teide um áramótin :) ) 

Fjallakveðjur,

Jobbi. 

Jósef Hólmjárn (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband