Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Hvatningarhróp í Boston

Setti inn myndband sem ég tók þegar ég hljóp í Boston Maraþoninu í vor. Þetta sýnir hvatningarhrópinn sem hlauparar upplifðu þegar hlaupið var framhjá Wellesley College. Þetta er einn þekktasti punktur hlaupsins og lýsir vel þeirri stemningu sem er í kringum þetta hlaup og fleiri.

Myndin hristist svolítið en þetta kemst samt ágætlega til skila. Hækka hljóðið í tölvunni.


Eiríksjökull

Setti inn nokkrar myndir frá ferð minni og fjögurra félaga á Eiríksjökul fyrir nokkru. Aðkoma að jöklinum tekur smá tíma þ.a. það er gott að vanmeta það ekki. Við fórum hefðbundna leið fyrst yfir Hallmundarhraun og upp hjá Hvítárdrögum. Þaðan er gengið upp á kambinn sem er í u.þ.b. 800 m hæð. Þaðan er aflíðandi halli að snjóröndinni sem var í ca. 1000 m .

Toppurinn er flatur og ekki augljóst hvenær honum er náð.  Gott að vera með GPS til þess að fullvissa sig um það. Útsýni er nokkuð gott allavega í vestur og suður þá leið sem við fórum. Minna sést í austur og norður. Þá þarf að ganga lengra niður austurhliðina sem við gerðum ekki.

Með mér í ferðinni voru Ívar, Gunnar,Annas og Baldur.


Hnjúkurinn með 20 ára millibili

Untitled-Scanned-02

Það er forvitnilegt að skoða myndir sem ég hef tekið af Hvannadalshnjúk með 20 ára millibili og sjá hvort einhver breyting hafi orðið.

Myndin hér að ofan er tekin um vorið 1986 á sandfellsleið.

Myndin hér að neðan er tekin árið 2006 frá svipuðum stað .

 

DSC_0062

Það virðast í fljótu bragði ekki hafa orðið miklar breytingar. Þó má greina á eldri myndinni ísmyndanir vinstra megin  á hnúknum sem hafa snjóað í kaf. Ég hef ekki getað séð þetta í mínum seinni ferðum en árið 1986 leit þetta út eins og sést á neðstu myndinni, og gengum við þá lokaspölinn upp framhjá þessum ísmyndunum.

is a toppnum

 

 

 

 

 

 


London Maraþon 2006

Setti  inn nokkrar myndir sem Sigrún tók í London 2006 þegar maraþonið fór fram. Ég var ekki á staðnum þ.a. engin ferðasaga fylgir með.

Hvannadalshnjúkur

Hef farið ásamt fleirum nokkrar ferðir á Hvannadalshnjúk undanfarin 20 ár. Myndir úr þessum ferðum eu oft keimlíkar og erfitt að greina á milli sérstaklega ef ferðafélagar eru þeir sömu. Ég hef því sett inn nokkrar myndir frá hinum ýmsu ferðum elstu myndirnar eru frá 1986 og eru skannaðar slides myndir þ.a. gæðin eru e.t.v. ekki mikil á þeim.

Það vantar myndir úr nokkrum ferðum en það gerir ekkert til. Verst þykir mér að þó nokkuð af myndum skemmdust úr síðustu ferðinni 2007 en þær voru of sprungubjörgun og fleiru sem hefði verið gaman að eiga. Þær eyðilögðust vegna athugunarleysis ljósmyndara (SB). Það gerist ekki aftur.

Annars hef ég ekkert skrifað við myndirnar. Fólk þekkir sig eða ekki og fjöllin breytast ekki mikið, það er helst snjórinn og ísinn. Þannig sýna elstu myndirnar frá 1986 mikinn  klaka rétt áður en komið er á hnjúkinn sem virðist ekki vera til staðar í dag.


Boston Maraþon 2007

Setti inn nokkrar myndir frá Boston Maraþoninu 2007. Það var að vísu haldið í apríl en þá var ég ekki byrjaður á þessu bloggi.

Annars var hlaupið 16 apríl að mig minnir og fór fram í íslensku veðri smá roki og rigningu. Það skall á vorstormur sem þeir kalla Noreaster í Boston. Það var nú frekar leiðinlegt veður á tímabili slydda og 2-3 gráður. Veðrið í upphafi hlaups var mun verra en þegar leið á hlaupið. Fyrir okkur sem voru með seinni skipunum var þetta fínt komið þetta fína veður í lok hlaups enda orðið áliðið dags.

Gistum hjá Hauki og Ingu (sjá hér) sem reka gistiheimili í Wellesley mjög nálægt 1/2 maraþoni. Það er um 25 min frá Boston. Fínt að komast í startið Haukur keyrði okkur nánast alla leið engin umferð og ekkert vesen. Þurftum að ganga 1-2 km. Startsvæðið fannst mér ekkert sérstakt. Rútur sem tóku farangurinn og poweraid og eitthvað fleira.

Halupið sjálft var eins og við var að búast. Leið bara nokkuð hratt. Lærin orðin vel þvæld þegar beygt var inná Boylston Street og markið í augsýn. Eitthvað drasl var hægt að fá í markinu það fór einhvern veginn alveg framhjá mér þeir hafa sennilega verið farnir heim. Ég fékk þó medalíu og gekk með hana um hálsinn eins og lítill krakki fram á næsta dag.

Um kvöldið var síðan farið ut að borða á verðlaunaveitingastað í Wellesley sem heitir Blue Ginger hann var bara skrambi góður. Næsta kvöld hittum við síðan fleiri Íslendinga sem voru í hlaupinu og héldum veislunni áfram.

Flugum heim nokkrum dögum seinna þegar harðsperrurnar voru farnar.

 


Eyjafjallajökull

Þessi bloggfærsla er í raun á vitlausum stað og ætti að vera á undan Hornstrandarbloggi, en hvað með það. Við fórum 3 félagar á Eyjafjallajökul í júní. Með mér í för voru Gunnar Þórðarson og Ívar Pálsson. Það var ákveðið að fara svokallaða skerjaleið upp sem hefst rétt hjá Grýtutindi á leiðinni inní Þórsmörk. Eftir smá leit fundum við rétta uppgönguleið uppá kantinn. Þessi leið er nokkuð brött en allt í lagi. Þegar upp var komið var smá gangur að snjólínu sem var í ca. 600m. Við vorum með skíði frá snjólínu og upp að Goðasteini. Á leiðinni gengum við frammá hóp frá F.Í. sem var á sömu leið og við nema að þau ætluðu niður á Hamragarðsheiði. Við þurftum að fara sömu leið niður og sækja bílinn. Veðrið var frábært gott skyggni og sól. Það var inní myndinni að ganga alla leið á Hábungu en það gafst ekki tími til þess. Uppi rákumst við á hóp frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu sem var að laga endurvarpann sem er uppá Goðasteini hann hafði eitthvað bilað. Við stoppuðum ekki mjög lengi uppi og skíðuðum niður sömu leið og upp var farin. Skíðafærið gat varla verið betra smá mjöll ofaná hörðum snjó þ.a. niðurferðin tók stuttan tíma allavega meðan snjórinn entist. Ferðin gekk vel en þetta var önnur tilraun mín í vor. Veður kom í veg fyrir fyrstu uppgöngu.

Hornstrandir

Fór á Hornstrandir í júlí með Í.R. skokk hópnum. Fékk að fljóta með sem áhangandi. Byrjað var að sigla inní Veiðileysufjörð og gengið samdægurs yfir í Hornvík. Smá suddi í upphafi en það átti eftir að lagast.

Dvöldum tvær nætur í Hornvík við mjög góðan aðbúnað. Skipuleggjendur voru búnir að undirbúa þetta mjög vel þ.a. ekkert skorti. Gengum á Hornbjarg  og sumir á Kálfatinda þann daginn.

Næst var haldið yfir í Rekavík og yfir Atlaskarð niður Skálarkamb og yfir í Hlöðuvík og áfram í Kjaransvík. Þar gengum við aðeins inn dalinn (Helgudal að ég held) og tjölduðum þar á fallegum stað. Mikið var um tófu og ekki ráðlegt að geyma mat utan tjalds nema til að losna við hann.

 Næsta dag héldum við síðan áfram yfir Kjaransvíkurskarð yfir í Hesteyrarfjörð og áfram að Hesteyri. Enduðum á því að skoða gömlu bræðsluna áður en haldið var heim á bátnum.

Frábær ferð með góðu fólki


Arnarfell Hið Mikla

Föstudaginn 17.08 lögðum við 3, höfundur, Katrín Alma og Baldur Tryggvason snemma af stað frá Reykjavík og var förinni heitið inní Þjórrsárver vestan Þjórsár og á Arnarfell. Ókum sem leið lá inní Kerlingarfjöll og fengum okkur súpu. Héldum síðan áfram inní Setur skála 4x4 vorum þar um 13:30. Þaðan liggur stuttur slóði niður á blautukvíslareyrar. Þaðan gengum við síðan að Nautöldu og tjölduðum við skúrinn sem þar stendur. Á þessari leið er yfir tvær jökulár að fara og gekk það vel. Nokkuð kalt um nóttina sennilega um 0 c .

Næsta dag var vaknað snemma og lagt af stað að Arnarfelli reyndum að finna heita laug sem er nálægt Hjartafelli en fundum ekki þrátt fyrir uppgefinn GPS punkt. Ég veit ekki af hverju, en punkturinn sem við vorum með var nokkuð áreiðanlegur en hann reyndist vera á miðjum áreyrum og spurning hvort eitthvað hafi breyst þarna ! Gengum smá spöl yfir jökulsporð Múlajökuls og losnuðum við nokkrar sprænur. Hins vegar leyst mér ekki á jökulinn þegar við komum nær Arnarfelli þ.a. við fórum niður á efri múlana og gengum þar. Það var í lagi enda búið að vera þurrt sumar. Fórum að lokum yfir Arnarfellskvísl Innri hún var nokkuð djúp en gekk samt vel. Gengum síðan stuttan lokaspöl að Arnarfellsbrekku.

Við Arnarfell fengum við okkur hádegismat í frábæru veðri og fallegu umhverfi. Við héldum síðan á fjallið og vorum uppi ca. kl 16.30. Útsýni var stórkostlegt og veðrið einnig. Uppi var logn og sól ég hefði án þess að ýkja getað haldið á logandi eldspýtu. Hringdum heim til að láta vita af okkur (irridum) og héldum síðan niður. Nokkuð grýtt skriða er efst á fjallinu og fórum við varlega niður. Það er ekkert gaman að detta í svona skriðu langt frá öllu.

Niðri hittum við nokkra hestamenn með fullt af hestum og spjölluðum lítilega við þá. Héldum síðan aftur til baka þar sem tjöldin voru við Nautöldu. Gengum neðri múlana til baka. Öllu meira var í ánum á leiðinni heim enda búið að ver sólskin og gott veður um daginn. Allt gekk þó vel og vorum við komin til baka um kl 22 . Mér taldist til að við hefðum lagt að baki hartnær 30 km þennan dag, og stóðu krakkarnir sig frábærlega og höfðu gaman af.

Næsta dag fórum við síðan til baka í bílinn sem beið þolinnmóður eftir okkur. Gangan frá Nautöldu til baka tók ekki nema 3 tíma þ.a. við vorum kominn heim til Reykjavíkur um 17.00 eftir að hafa borðaða hamborgara í Geysissjoppunni. Þeir voru bara nokkuð góðir


Prufukeyrsla á bloggi

Þetta er eflaust ágætis vettvangur til að miðla upplýsingum til ættingja og vina í framtíðinni.

« Fyrri síða

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband