Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Hnjúkurinn

Fór á Hvannadalshnjúk um helgina með Baldri og Einari í Hofsnesi. Þetta var í 7 sinn fyrir mig en Einar var að fara í 229. skipti að ég held. Það þýðir að eftir 222 ferð verð ég búinn að ná honum. Vorum á skíðum en Baldur var á þrúgum og með brettið í eftirdragi. Fórum Sandfellsleið með smá breytingu í upphafi til að geta verið á skíðum sem lengst.

hnjukur

Veðrið var frábært sól og nánast logn allan tíman. Smá gola efst og hiti ég giska á -10 til -12 C . Ekki mikið um sýnlegar sprungur nema á Hnjúknum sjálfum. Einar var með þau mál á hreinu.

Færið upp nokkuð gott vorum á skíðum alla leiðina nánast frá bíl. Niðurleiðin var ok en maður þarf að æfa betur að skíða í mjúku færi. Ég er ekki góður á þeim vettvangi.

Vorum vel sáttir með ferðina. Borðuðum á Hótel Skaftafelli og síðan heim.

DSC_0096


Tindfjöll fyrr og nú

Ég fór um helgina í Tindjöllin með Ívari. Talsverður snjór var þ.a. við urðum að hefja skíðagönguna mun neðar en áætlað var. Það var í lagi þar sem veðrið var frábært. Betra veður í mars er ekki hægt að fá. Á svona degi er hvergi betra að stunda útivist en á Íslandi. Það er í raun furðulegt að t.d. þetta svæði skuli ekki fyllast af fólki á svona dögum. Útsýnið yfir á Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul var stórkostlegt.

Annars var ég talsvert á þessu svæði fyrir rúmum tuttugu árum og gróf upp nokkrar gamlar myndir af skálunum sem þarna eru. Sumir hafa látið mikið á sjá á þessum 22 árum sem liðin eru. Náttúruöflin vinna á mannanna verkum með þolinmæði og gefast aldrei upp eins og sjá má.

Tindfjallasel mars 1986

Þetta er Tindfjallasel 1986. Þá sá FBS um viðhald og notaði skálann þó nokkuð. Nú er verið að reisa nýjan skála um 100 metrum neðar í brekkunni, en sá gamli er á leið í náttúrulega endurvinnslu sýnist mér. 

 

 

 

 

 

normal_DSC_0767[1]

 

Þetta er Tindfjallasel í dag. Heldur hrörlegur og ekki mjög aðlaðandi gististaður.

Annars var veðrið frábært eins og áður sagði, og ég verð að viðurkenna að smá nostalgía kom upp þegar ég litaðist um í gamla skálanum.

Veðrið var líka frábært í mars 1986 og ég læt fylgja með í lokinn tvær myndir teknar með 22 ára millibili, en gætu í raun verið teknar sama dag.

 

tindur4        dsc_0757_yfir_thorsmork[1]

Annars eru hér til gamans 22 ára gamlar myndir af öllum skálunum þremur sem þarna voru. Tindfjallaskáli (efsti) og Tindfjallasel (neðsti) hafa látið mikið á sjá en Miðdalur er glæsilegt hús í dag og þekkist einna helst á mikilli arinnhleðslu.

tindfjoll1tindfjoll91

tindfjoll6

 


Gagnheiði

Fór laugardaginn 23.02 á skíðum uppá Gagnheiði með Ívari á nýju skíðunum sínum. Gagnheiði er heiði sem menn villast stundum uppá þegar farið er á Botnssúlur frá Svartagili. Við villtumst að vísu ekki en vorum aðeins of ofarlega þegar við komum að Súlnagili. Þar sem veðurguðirnir voru ekki í sem bestu skapi ,og ég latur ,nenntum við ekki að krækja niðurfyrir gilið. Við breyttum því ferðinni í Skíðaferð á Gagnheiði.

Skíðafærið var ekkert sérstakt annaðhvort harðfenni eða mjúkur foksnjór. Enn þetta var ekta Ísland hífandi rok -7C og skafrenningur. Það gerist ekki betra. Fyrir viku renndi maður sér niður sléttar og sólbakaðar brekkurnar í Selva á Ítalíu. Nú voru það ósléttar og vindbarðar brekkurnar á Gagnheiði. Talsvert öðruvísi skíðamennska svo ekki sé meira sagt.

Síðasta myndin er af fyrirbæri sem nefnist rosabaugur. Rosabaugar myndast við ljósbrot í ískristöllum í háskýjum, oftast blikuskýjum. Þessir baugar sjást því aðeins ef einhver skýjahula er á himni. Ískristallarnir eru sexstrendingar og þegar ljósið fer í gegnum þá breytir það um stefnu, en misjafnlega mikið eftir því hvernig það fellur á strendinginn. Algengasta stefnubreytingin er 22 gráður, og þess vegna myndast hringur í þeirri fjarlægð frá tungli eða sól á himninum. Þetta gerist þótt ískristallarnir snúi á alla mögulega vegu í skýjunum; við sjáum samsafn ljóss sem fer gegnum þá kristalla sem hafa mátulega stefnu. (heimild Vísindavefurin)

Ívar Pálsson tók myndirnar sem fylgja og eru í albúminu. 

 


Teide , lokað í dag og næstu daga !

Var staddur á Tenerife um áramótin og planið var að ganga á Teide hæsta fjall á spænsku landssvæði. Fjallið er 3718 m hátt og er hluti að mikilli öskju sem þarna er. Það er skemmst frá því að segja að fjallið var lokað allan tímann sem við vorum á svæðinu. Það var sagt vegna ísingar en erfitt var að greina nokkurn ís á fjallinu.

Hægt var að fara með kláf upp í 3550 m hæð og fá gott útsýni yfir tindin. Það er að vísu allt annað en að fara þetta á eigin orku eins og allir vita. Það var fúlt að standa í 3550 m hæð og horfa á tindinn 168 m hærra en mega ekki fara. Það átti að athuga með opnun 6 janúar en það var of seint fyrir okkur.

Ef einhver hefur hug á að ganga á þennan tind verður fyrst að fá leyfi hjá skrifstofu þjóðgarðsins í Santa Cruz. Það kostar ekkert en maður verður að mæta í eigin persónu með vegabréf. Einnig verður vegabréfið að vera með þegar gengið er á fjallið. Verðir eru á fjallinu til að reka burt leyfislausa ferðamenn. Persónulega finnst mér þetta alltof mikið regluverk að ganga á þetta fjall og vona að þetta skipulag rati aldrei hingað norður.

Allavega þá setti ég inn nokkrar myndir af fjallinu. Gengur bara betur næst.

Teide leiðir


Berlín 10 km viðbót

Bætti inn 16 myndum sem teknar voru nálægt 10 km markinu í Berlín. Setti þær í sér möppu til hægðarauka. Ég er búinn að vinna þessar myndir svolítið skera og stækka þ.a. upplausnin líður fyrir það en ágætar samt. Þær eru teknar af Hauki Ingasyni sem var félagi í öflugum stuðningsmannahópi íslensku hlauparana.

Þeir sem hafa upplifað það að standa á hliðarlínunni í 40.000 manna hlaupi og spotta hlaupara vita að það er hægara sagt en gert. Af þeim sökum eru ekki myndir af næstum öllum og sumir eru í hvarfi bakvið aðra.


Berlínar Maraþon

Ich bin ein Berliner sagði Kennedy í frægri ræðu í Berlín 26. júní 1963. Þá voru tæp 2 ár frá byggingu Berlínarmúrsins. 44 árum seinna má segja að ég og yfir 80 aðrir Íslendingar hafi einnig verið Berliner þegar við hlupum rúma 42 km um götur þessarar sögufrægu borgar.(Real Berlin Marathon)

Hlaupið fór fram við bestu aðstæður, ekki of heitt lítil sól og engin vindur. Margir voru að setja persónuleg met, en ég var ekki einn af þeim. Það er í þessu eins og mörgu í lífinu að maður uppsker eins og maður sáir. En þetta var gaman eins og alltaf, frábær ferð með góðu fólki í skemmtilegri borg.

Setti inn nokkrar myndir í myndaalbúmið hér til hliðar. Ætla einnig að setja inn nokkur videó sem ég tók í hlaupinu þ.a. stemningin komi í ljós. Þau eru ér til vinstri á síðunni.

Annars er það eftirtekarvert í þeim stórborgum sem ég hef komið í til að fylgjast með eð taka þátt í maraþoni (London,Berlín,Boston,New York) hversu mikill viðburður þetta er á öllum þessum stöðum. Götum lokað heilu dagana, mikill áhorfendafjöldi, hljómsveitir og hálfgerð karnivalstemning. Allir jákvæðir.

Brautin


Grjót Esjunnar

Athugasemd Ívars við ferð okkar eftir Esjunni og Móskarðahnúkum varð til þess að ég fann myndir af fjölbreytileika landsins sem gengið er eftir á þessari leið.

FEsjan grjót 003yrsta myndin sýnir upphafið þegar komið er upp á Þverfellshorn.

Þessi hluti leiðarinnar er auðveldur yfirferðar. Þegar lengra er haldið kemur maður að svæði með stærra grjóti nokkuð ávölum steinum eins og sést að neðan.

Esjan grjót 018Þetta er tafsamara yfirferðar og mjög auðvelt að stíga vitlaust til jarðar.                               

 

 

 

Esjan grjót 023

 

Næst verður á vegi mans flögugrjót sem stendur sumsstaðar uppá rönd eins og hnífsblað og getur eflaust verið mjög slæmt að hrasa í slíku. Dæmi um þetta sést hér til hægri. Það er stundum alveg merkilegt hvernig þessir steinar hafa raðast í áranna rás. Eflaust eitthhvað samspil frosts og þíðu ásamt fleiru ég kann ekki skil á þessu.

 Esjan grjót 033                                                                                

Áfram er haldið og fer maður þá yfir svæði með þessum skemmtilegu melatíglum.

Melatíglar afmarkast af steinröndum sem myndast við frostþenslu eða skríða í elgnum í fyrstu þíðum á gróðurvana melum.  (Heimild: Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands – jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík ).

 

 

Esjan grjót 035Esjan grjót 042

Þegar nær dregur Lauf skörðum þá fer maður hjá smá klettum en síðan sléttist landslagð og Esjan endar flöt og auðveld yfirferðar þegar komið er að Laufskörðum. Þegar yfir þau er komið taka Móskarðahnúkar við með sínu sérstaka flögugrjóti. Það er ekki erfitt yfirferðar en getur verið laust.

 

Esjan grjót 044

Vegna umræðu um nafnið er hér smá fróðleikur um þessi fjöll: Egill J. Stardal lýsir Móskörðum á þessa leið í Árbók Ferðafélags Íslands 1985: “Móskörð eru hnjúkahvirfing úr baulusteini eða líparíti. Austasti hnjúkurinn og þeirra tígulegastur er Móskarðahnjúkur, sem rís vestan Svínaskarðs, einn og stakur eins og tröllvaxinn píramídi.” (92). (Sjá mynd á bls. 93.) Í sömu bók talar Ingvar Birgir Friðleifsson um Móskarðahnúka (m.a.144-145, mynd bls. 163) en einnig í eintölu um Móskarðahnúk (166). Sr. Gunnar Kristjánsson skrifar í sömu bók um Móskarðshnúka (180).
Á þessu sést að það er ýmislegt í gangi, en þessar upplýsingar eru frá Örnefnastofnun.

 Esjan grjót 055

Að lokum er gengið eftir hlíðum Skálafells grónum neðst en melar efst. Fjallið er auðvelt yfirferðar en brekkan upp frá Svínaskarði er nokkuð löng svona í enda langrar göngu.

 


Esjan-Skálafell

Fórum þrír saman í stórskemmtilega ferð í næsta nágrenni Reykjavíkur. Nánar tiltekið frá Þverfellshorni og að Skálafelli. Þessi leið er um 22 km og að sjálfsögðu upp og niður.

Við hófum ferðina á hefðbundinni leið upp Þverfellshorn. Síðan lá leiðin uppá Hábunguna framhjá Hátindi yfir Laufskörð eftir endilöngum Móskarðahnúkum niður í Svínaskarð upp Skálfellið og niður að skíðaskála KR.

Þetta er mjög góð leið til æfinga fyrir lengri göngur og jafnframt er útsýni margbreytilegt. Það sést yfir allt höfuðborgarsvæðið og þegar áfram er haldið niður í Kjós, Mosfellsdalinn, Hvalfjörð og til Þingvalla svo eitthvað sé upp talið.


Hlöðufell

Setti inn nokkrar myndir frá ferð minni og Ívars á Hlöðufell. Keyrðum norðan við Skjaldbreiður og tókum slóðan vestan við Hlöðufell heim að skálanum og gengum þaðan.

Skemmtileg leið nokkuð brattar skriður efst á kambinum en allt í lagi. Fjallið er um 1200 metra hátt og gott útýni en við lentum í nokkru moldroki þ.a. útsýni var takmarkað. Setti inn nokkur örnefni við myndirnar sem ég tók. Vona að þau séu rétt.


Drangajökull 2003

Ég fann nýverið myndir sem ég hélt að ég hefði glatað frá ferð nokkurra félaga ásamt mér frá Unaðsdal á hábungu Drangajökulls. Ákvað að setja nokkrar hér inn.

Ferðin hófst á Ísafirði hjá Gunna Þórðar. Þá átti hann forláta gúmmíbát sem við fórum á fjórir yfir í Unaðsdal og gengum þaðan á hábunguna. Þetta var nokkuð erfið ganga löng og snjórinn blautur.

Þegar við komum til baka klukkan 2 um nótt að mig minnir þá var fjara eins og sést á myndunum og báturinn langt frá hafi. Ég man það að við hefðum alveg viljað sleppa því að drösla honum í sjóinn. Þrátt fyrir að vera gummíbátur þá var hann nokkuð þungur.

Allt gekk þó að lokum. Með í förinni var ég Gunni Ívar og fjórði maður sem ég man ekki hvað heitir. Ef einhver sem les þetta veit það látið mig vita og ég bæti því inn.

P.S. Gunnar hafði samaband og tjáði mér að fjórði maðurinn heitir Ólafur Sigmundsson og var þá afleysingalæknir á Ísafirði en fór síðan til Svíþjóðar. Hann nefndi einnig að við komum ekki til baka klukkan 2 um nótt heldur 8 um morgun og hafði ferðin þá staðið í tæpan sólarhring.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband