Leita í fréttum mbl.is

Esjan-Skálafell

Fórum þrír saman í stórskemmtilega ferð í næsta nágrenni Reykjavíkur. Nánar tiltekið frá Þverfellshorni og að Skálafelli. Þessi leið er um 22 km og að sjálfsögðu upp og niður.

Við hófum ferðina á hefðbundinni leið upp Þverfellshorn. Síðan lá leiðin uppá Hábunguna framhjá Hátindi yfir Laufskörð eftir endilöngum Móskarðahnúkum niður í Svínaskarð upp Skálfellið og niður að skíðaskála KR.

Þetta er mjög góð leið til æfinga fyrir lengri göngur og jafnframt er útsýni margbreytilegt. Það sést yfir allt höfuðborgarsvæðið og þegar áfram er haldið niður í Kjós, Mosfellsdalinn, Hvalfjörð og til Þingvalla svo eitthvað sé upp talið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stupid questions:

1. Ertu búinn að fá uppfærsluna á kortið í GPS-tækið?

2. Mér var kennt að þetta hétu MóskarðAhnjúkar - er það eitthvert rugl?

Þetta hefur verið flott ferð!

kv. nördinn

Nördinn (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta var furðu erfitt og tafsamt, átta stundir held ég, aðallega vegna þess að leiðin eftir Esjunni er stórgrýtt og í flögugrjóti. Mikilvægt er að vera í góðum gönguskóm vegna ökklanna og að hafa stafi. En útsýnið og litirnir er það albesta og aðeins steinsnar frá bænum. Það skal tekið fram að við vorum sóttir í KR.

Ívar Pálsson, 12.9.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Móskarðshnúkar (án joðsins) er líklega rétta orðið skv. kortum. En Móskörðin eru amk. tvö, því væri Móskarðahnúkar ekki fjarri lagi. Athugum hjá Örnafnanefnd. 

Ívar Pálsson, 12.9.2007 kl. 19:01

4 Smámynd: Stefán Bjarnason

Það er rétt þeir heita víst Móskarðahnúkar. Laga það.

Stefán Bjarnason, 12.9.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband