Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Grjót Esjunnar

Athugasemd Ívars við ferð okkar eftir Esjunni og Móskarðahnúkum varð til þess að ég fann myndir af fjölbreytileika landsins sem gengið er eftir á þessari leið.

FEsjan grjót 003yrsta myndin sýnir upphafið þegar komið er upp á Þverfellshorn.

Þessi hluti leiðarinnar er auðveldur yfirferðar. Þegar lengra er haldið kemur maður að svæði með stærra grjóti nokkuð ávölum steinum eins og sést að neðan.

Esjan grjót 018Þetta er tafsamara yfirferðar og mjög auðvelt að stíga vitlaust til jarðar.                               

 

 

 

Esjan grjót 023

 

Næst verður á vegi mans flögugrjót sem stendur sumsstaðar uppá rönd eins og hnífsblað og getur eflaust verið mjög slæmt að hrasa í slíku. Dæmi um þetta sést hér til hægri. Það er stundum alveg merkilegt hvernig þessir steinar hafa raðast í áranna rás. Eflaust eitthhvað samspil frosts og þíðu ásamt fleiru ég kann ekki skil á þessu.

 Esjan grjót 033                                                                                

Áfram er haldið og fer maður þá yfir svæði með þessum skemmtilegu melatíglum.

Melatíglar afmarkast af steinröndum sem myndast við frostþenslu eða skríða í elgnum í fyrstu þíðum á gróðurvana melum.  (Heimild: Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands – jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík ).

 

 

Esjan grjót 035Esjan grjót 042

Þegar nær dregur Lauf skörðum þá fer maður hjá smá klettum en síðan sléttist landslagð og Esjan endar flöt og auðveld yfirferðar þegar komið er að Laufskörðum. Þegar yfir þau er komið taka Móskarðahnúkar við með sínu sérstaka flögugrjóti. Það er ekki erfitt yfirferðar en getur verið laust.

 

Esjan grjót 044

Vegna umræðu um nafnið er hér smá fróðleikur um þessi fjöll: Egill J. Stardal lýsir Móskörðum á þessa leið í Árbók Ferðafélags Íslands 1985: “Móskörð eru hnjúkahvirfing úr baulusteini eða líparíti. Austasti hnjúkurinn og þeirra tígulegastur er Móskarðahnjúkur, sem rís vestan Svínaskarðs, einn og stakur eins og tröllvaxinn píramídi.” (92). (Sjá mynd á bls. 93.) Í sömu bók talar Ingvar Birgir Friðleifsson um Móskarðahnúka (m.a.144-145, mynd bls. 163) en einnig í eintölu um Móskarðahnúk (166). Sr. Gunnar Kristjánsson skrifar í sömu bók um Móskarðshnúka (180).
Á þessu sést að það er ýmislegt í gangi, en þessar upplýsingar eru frá Örnefnastofnun.

 Esjan grjót 055

Að lokum er gengið eftir hlíðum Skálafells grónum neðst en melar efst. Fjallið er auðvelt yfirferðar en brekkan upp frá Svínaskarði er nokkuð löng svona í enda langrar göngu.

 


Esjan-Skálafell

Fórum þrír saman í stórskemmtilega ferð í næsta nágrenni Reykjavíkur. Nánar tiltekið frá Þverfellshorni og að Skálafelli. Þessi leið er um 22 km og að sjálfsögðu upp og niður.

Við hófum ferðina á hefðbundinni leið upp Þverfellshorn. Síðan lá leiðin uppá Hábunguna framhjá Hátindi yfir Laufskörð eftir endilöngum Móskarðahnúkum niður í Svínaskarð upp Skálfellið og niður að skíðaskála KR.

Þetta er mjög góð leið til æfinga fyrir lengri göngur og jafnframt er útsýni margbreytilegt. Það sést yfir allt höfuðborgarsvæðið og þegar áfram er haldið niður í Kjós, Mosfellsdalinn, Hvalfjörð og til Þingvalla svo eitthvað sé upp talið.


Hlöðufell

Setti inn nokkrar myndir frá ferð minni og Ívars á Hlöðufell. Keyrðum norðan við Skjaldbreiður og tókum slóðan vestan við Hlöðufell heim að skálanum og gengum þaðan.

Skemmtileg leið nokkuð brattar skriður efst á kambinum en allt í lagi. Fjallið er um 1200 metra hátt og gott útýni en við lentum í nokkru moldroki þ.a. útsýni var takmarkað. Setti inn nokkur örnefni við myndirnar sem ég tók. Vona að þau séu rétt.


Drangajökull 2003

Ég fann nýverið myndir sem ég hélt að ég hefði glatað frá ferð nokkurra félaga ásamt mér frá Unaðsdal á hábungu Drangajökulls. Ákvað að setja nokkrar hér inn.

Ferðin hófst á Ísafirði hjá Gunna Þórðar. Þá átti hann forláta gúmmíbát sem við fórum á fjórir yfir í Unaðsdal og gengum þaðan á hábunguna. Þetta var nokkuð erfið ganga löng og snjórinn blautur.

Þegar við komum til baka klukkan 2 um nótt að mig minnir þá var fjara eins og sést á myndunum og báturinn langt frá hafi. Ég man það að við hefðum alveg viljað sleppa því að drösla honum í sjóinn. Þrátt fyrir að vera gummíbátur þá var hann nokkuð þungur.

Allt gekk þó að lokum. Með í förinni var ég Gunni Ívar og fjórði maður sem ég man ekki hvað heitir. Ef einhver sem les þetta veit það látið mig vita og ég bæti því inn.

P.S. Gunnar hafði samaband og tjáði mér að fjórði maðurinn heitir Ólafur Sigmundsson og var þá afleysingalæknir á Ísafirði en fór síðan til Svíþjóðar. Hann nefndi einnig að við komum ekki til baka klukkan 2 um nótt heldur 8 um morgun og hafði ferðin þá staðið í tæpan sólarhring.


Hvatningarhróp í Boston

Setti inn myndband sem ég tók þegar ég hljóp í Boston Maraþoninu í vor. Þetta sýnir hvatningarhrópinn sem hlauparar upplifðu þegar hlaupið var framhjá Wellesley College. Þetta er einn þekktasti punktur hlaupsins og lýsir vel þeirri stemningu sem er í kringum þetta hlaup og fleiri.

Myndin hristist svolítið en þetta kemst samt ágætlega til skila. Hækka hljóðið í tölvunni.


Eiríksjökull

Setti inn nokkrar myndir frá ferð minni og fjögurra félaga á Eiríksjökul fyrir nokkru. Aðkoma að jöklinum tekur smá tíma þ.a. það er gott að vanmeta það ekki. Við fórum hefðbundna leið fyrst yfir Hallmundarhraun og upp hjá Hvítárdrögum. Þaðan er gengið upp á kambinn sem er í u.þ.b. 800 m hæð. Þaðan er aflíðandi halli að snjóröndinni sem var í ca. 1000 m .

Toppurinn er flatur og ekki augljóst hvenær honum er náð.  Gott að vera með GPS til þess að fullvissa sig um það. Útsýni er nokkuð gott allavega í vestur og suður þá leið sem við fórum. Minna sést í austur og norður. Þá þarf að ganga lengra niður austurhliðina sem við gerðum ekki.

Með mér í ferðinni voru Ívar, Gunnar,Annas og Baldur.


Hnjúkurinn með 20 ára millibili

Untitled-Scanned-02

Það er forvitnilegt að skoða myndir sem ég hef tekið af Hvannadalshnjúk með 20 ára millibili og sjá hvort einhver breyting hafi orðið.

Myndin hér að ofan er tekin um vorið 1986 á sandfellsleið.

Myndin hér að neðan er tekin árið 2006 frá svipuðum stað .

 

DSC_0062

Það virðast í fljótu bragði ekki hafa orðið miklar breytingar. Þó má greina á eldri myndinni ísmyndanir vinstra megin  á hnúknum sem hafa snjóað í kaf. Ég hef ekki getað séð þetta í mínum seinni ferðum en árið 1986 leit þetta út eins og sést á neðstu myndinni, og gengum við þá lokaspölinn upp framhjá þessum ísmyndunum.

is a toppnum

 

 

 

 

 

 


London Maraþon 2006

Setti  inn nokkrar myndir sem Sigrún tók í London 2006 þegar maraþonið fór fram. Ég var ekki á staðnum þ.a. engin ferðasaga fylgir með.

Hvannadalshnjúkur

Hef farið ásamt fleirum nokkrar ferðir á Hvannadalshnjúk undanfarin 20 ár. Myndir úr þessum ferðum eu oft keimlíkar og erfitt að greina á milli sérstaklega ef ferðafélagar eru þeir sömu. Ég hef því sett inn nokkrar myndir frá hinum ýmsu ferðum elstu myndirnar eru frá 1986 og eru skannaðar slides myndir þ.a. gæðin eru e.t.v. ekki mikil á þeim.

Það vantar myndir úr nokkrum ferðum en það gerir ekkert til. Verst þykir mér að þó nokkuð af myndum skemmdust úr síðustu ferðinni 2007 en þær voru of sprungubjörgun og fleiru sem hefði verið gaman að eiga. Þær eyðilögðust vegna athugunarleysis ljósmyndara (SB). Það gerist ekki aftur.

Annars hef ég ekkert skrifað við myndirnar. Fólk þekkir sig eða ekki og fjöllin breytast ekki mikið, það er helst snjórinn og ísinn. Þannig sýna elstu myndirnar frá 1986 mikinn  klaka rétt áður en komið er á hnjúkinn sem virðist ekki vera til staðar í dag.


Boston Maraþon 2007

Setti inn nokkrar myndir frá Boston Maraþoninu 2007. Það var að vísu haldið í apríl en þá var ég ekki byrjaður á þessu bloggi.

Annars var hlaupið 16 apríl að mig minnir og fór fram í íslensku veðri smá roki og rigningu. Það skall á vorstormur sem þeir kalla Noreaster í Boston. Það var nú frekar leiðinlegt veður á tímabili slydda og 2-3 gráður. Veðrið í upphafi hlaups var mun verra en þegar leið á hlaupið. Fyrir okkur sem voru með seinni skipunum var þetta fínt komið þetta fína veður í lok hlaups enda orðið áliðið dags.

Gistum hjá Hauki og Ingu (sjá hér) sem reka gistiheimili í Wellesley mjög nálægt 1/2 maraþoni. Það er um 25 min frá Boston. Fínt að komast í startið Haukur keyrði okkur nánast alla leið engin umferð og ekkert vesen. Þurftum að ganga 1-2 km. Startsvæðið fannst mér ekkert sérstakt. Rútur sem tóku farangurinn og poweraid og eitthvað fleira.

Halupið sjálft var eins og við var að búast. Leið bara nokkuð hratt. Lærin orðin vel þvæld þegar beygt var inná Boylston Street og markið í augsýn. Eitthvað drasl var hægt að fá í markinu það fór einhvern veginn alveg framhjá mér þeir hafa sennilega verið farnir heim. Ég fékk þó medalíu og gekk með hana um hálsinn eins og lítill krakki fram á næsta dag.

Um kvöldið var síðan farið ut að borða á verðlaunaveitingastað í Wellesley sem heitir Blue Ginger hann var bara skrambi góður. Næsta kvöld hittum við síðan fleiri Íslendinga sem voru í hlaupinu og héldum veislunni áfram.

Flugum heim nokkrum dögum seinna þegar harðsperrurnar voru farnar.

 


Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband