Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 21:52
Eyjafjallajökull
Lífstíll | Breytt 3.9.2007 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 18:29
Hornstrandir
Fór á Hornstrandir í júlí með Í.R. skokk hópnum. Fékk að fljóta með sem áhangandi. Byrjað var að sigla inní Veiðileysufjörð og gengið samdægurs yfir í Hornvík. Smá suddi í upphafi en það átti eftir að lagast.
Dvöldum tvær nætur í Hornvík við mjög góðan aðbúnað. Skipuleggjendur voru búnir að undirbúa þetta mjög vel þ.a. ekkert skorti. Gengum á Hornbjarg og sumir á Kálfatinda þann daginn.
Næst var haldið yfir í Rekavík og yfir Atlaskarð niður Skálarkamb og yfir í Hlöðuvík og áfram í Kjaransvík. Þar gengum við aðeins inn dalinn (Helgudal að ég held) og tjölduðum þar á fallegum stað. Mikið var um tófu og ekki ráðlegt að geyma mat utan tjalds nema til að losna við hann.
Næsta dag héldum við síðan áfram yfir Kjaransvíkurskarð yfir í Hesteyrarfjörð og áfram að Hesteyri. Enduðum á því að skoða gömlu bræðsluna áður en haldið var heim á bátnum.
Frábær ferð með góðu fólki
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 11:18
Arnarfell Hið Mikla
Föstudaginn 17.08 lögðum við 3, höfundur, Katrín Alma og Baldur Tryggvason snemma af stað frá Reykjavík og var förinni heitið inní Þjórrsárver vestan Þjórsár og á Arnarfell. Ókum sem leið lá inní Kerlingarfjöll og fengum okkur súpu. Héldum síðan áfram inní Setur skála 4x4 vorum þar um 13:30. Þaðan liggur stuttur slóði niður á blautukvíslareyrar. Þaðan gengum við síðan að Nautöldu og tjölduðum við skúrinn sem þar stendur. Á þessari leið er yfir tvær jökulár að fara og gekk það vel. Nokkuð kalt um nóttina sennilega um 0 c .
Næsta dag var vaknað snemma og lagt af stað að Arnarfelli reyndum að finna heita laug sem er nálægt Hjartafelli en fundum ekki þrátt fyrir uppgefinn GPS punkt. Ég veit ekki af hverju, en punkturinn sem við vorum með var nokkuð áreiðanlegur en hann reyndist vera á miðjum áreyrum og spurning hvort eitthvað hafi breyst þarna ! Gengum smá spöl yfir jökulsporð Múlajökuls og losnuðum við nokkrar sprænur. Hins vegar leyst mér ekki á jökulinn þegar við komum nær Arnarfelli þ.a. við fórum niður á efri múlana og gengum þar. Það var í lagi enda búið að vera þurrt sumar. Fórum að lokum yfir Arnarfellskvísl Innri hún var nokkuð djúp en gekk samt vel. Gengum síðan stuttan lokaspöl að Arnarfellsbrekku.
Við Arnarfell fengum við okkur hádegismat í frábæru veðri og fallegu umhverfi. Við héldum síðan á fjallið og vorum uppi ca. kl 16.30. Útsýni var stórkostlegt og veðrið einnig. Uppi var logn og sól ég hefði án þess að ýkja getað haldið á logandi eldspýtu. Hringdum heim til að láta vita af okkur (irridum) og héldum síðan niður. Nokkuð grýtt skriða er efst á fjallinu og fórum við varlega niður. Það er ekkert gaman að detta í svona skriðu langt frá öllu.
Niðri hittum við nokkra hestamenn með fullt af hestum og spjölluðum lítilega við þá. Héldum síðan aftur til baka þar sem tjöldin voru við Nautöldu. Gengum neðri múlana til baka. Öllu meira var í ánum á leiðinni heim enda búið að ver sólskin og gott veður um daginn. Allt gekk þó vel og vorum við komin til baka um kl 22 . Mér taldist til að við hefðum lagt að baki hartnær 30 km þennan dag, og stóðu krakkarnir sig frábærlega og höfðu gaman af.
Næsta dag fórum við síðan til baka í bílinn sem beið þolinnmóður eftir okkur. Gangan frá Nautöldu til baka tók ekki nema 3 tíma þ.a. við vorum kominn heim til Reykjavíkur um 17.00 eftir að hafa borðaða hamborgara í Geysissjoppunni. Þeir voru bara nokkuð góðir
Lífstíll | Breytt 3.9.2007 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 13:35
Prufukeyrsla á bloggi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar