Leita í fréttum mbl.is

Grænland

Fór um helgina til Grænlands í veiðitúr með Ella og fleirum. Ferðinni var heitið til Narsaq sem  ég heimsótti einnig 1986. Flogið var frá Rvk til Narsarsuaq sem er gamall hervöllur sem var byggður að ég held 1941 af bandaríkjamönnum. Í Narsarsuaq beið okkar báturinn hans Jörgens og síðan var 1 1/2 tíma sigling til Narsaq.

Ég hef komið nokkrum sinnum til Grænlands og alltaf er það jafn skemmtilegt. Maður er í öðru landi en samt er svo margt sem minnir á Ísland. Gróðurinn er líkur, krækiber og bláber mikið af víði en frekar minna um birkikjarr. Veðrið getur einnig verið keimlíkt þótt vindur sé oftast minni.

Við gistum í Narsaq á Guesthouse Niviarsiaq sem er einskonar bændagisting á vegum Hotel Narsaq Group. Já það er líka Group í Narsaq.

Narsaq er 1800 manna bær með fáum bílum og litlu stressi. Þó nokkuð af ferðamönnum var í bænum og mikið um spánverja. Það er vinsælt hjá þeim að sigla kayak innan um ísjakana.

Næstu 3 daga fórum við út með bátum á staði sem Bjarni Olesen ákvað, en hann sá um ferðir okkar á svæðinu. Lítið hafði ringt í sumar þ.a. sumir staðir voru óveiðandi árnar alveg uppþornaðar og vötnin vatnslítil. Það er samt víða gríðarlegt magn af bleikju og bunkast hún upp þar sem einhver straumur og dýpi er.

Við slepptum öllum okkar fiskum nema einum sem við tókum í sushi við árbakkann einn daginn. Mér var eiginlega alveg sama þótt tökur væru stundum dræmari en væntingar voru til. Nátúrann á Grænlandi er mikil og það er eiginlega alveg nóg bara að vera þarna. Þar sem við Elli sátum við eitt vatnið í 20 stiga hita engin fluga, hreindýrstarfur uppi á næstu hæð, tveir hafernir að hringsóla yfir vatninu, nýveiddur silungur ,wasabi, soja og kaldur bjór þá hugsaði ég að þetta yrði nú ekki mikið betra.

Það er alveg hægt að mæla með svona ferð fyrir alla sem vilja upplifa Grænland og sumt af því sem þetta land hefur uppá að bjóða. Landið er gríðarstórt og erfitt yfirferðar þar sem bátar koma mikið við sögu. Á heimleiðinni skoðuðum við síðan Bröttuhlíð og Kirkjuna hans Árna Johnsen, en ég hef áður skoðað Garða eða Igaliku þar sem eru einnig miklar leifar norrænna manna.

Ekkert kort tókst mér að fá í GPS tækið það er hægt að fá sjókort en eitthvað erfiðara um landakort. Það kom ekkert að sök en það hefði verið gaman að trakka veiðisvæðin.

Kort Narsaq


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband