Leita í fréttum mbl.is

Hekla

Fór í gær ásamt Ívari Pálssyni í sumarskíðaferð á Heklu. Veðrið var ansi gott nokkuð skýjað en gott skyggni engu að síður í vestur og norður. Við fórum hefðbundna leið frá bílastæðinu í skjólkvíum og eftir um 2 km labb þá komumst við á skíðin í um 740 m hæð. Leiðin sem við náðum að skíða er um 5 km. og fallhæðin um 740 m ágætt það. Bílastæðið er í ca 520 m hæð þ.a. heildarhækkun er tæpir 1000m. Leiðin er um 14 km löng fram og tilbaka.

Færið var bara nokkuð gott betra neðarlega í fjallinu snjórinn uppi var aðeins mýkri. Þó nokkuð af fólki var á fjallinu og sáust spor eftir stóran hóp sem hefur sennilega verið á göngu á sumarsólstöðum lengsta degi ársins fyrri nótt. Hér er smá fróðleikur um þetta frá Almanaki HÍ:

sólstöður (sólhvörf), sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna þess að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.
Í stjörnufræði eru sólstöður skilgreindar sem það augnablik þegar miðbaugslengd sólar er 90° eða 270°. Lengdin reiknast frá vorpunkti og munar litlu á þessari skilgreiningu og þeirri sem fyrr var gefin.  (heimild: Almanaksskýringar Þorsteins Sæmundssonar)

Þetta var í sem skemmstum orðum frábær skemmtun. Skíðaferð niður Heklu  21. júní í góðu veðri. Er hægt að gera eitthvað betra ?

Hekla track 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband