Leita í fréttum mbl.is

Grjót Esjunnar

Athugasemd Ívars við ferð okkar eftir Esjunni og Móskarðahnúkum varð til þess að ég fann myndir af fjölbreytileika landsins sem gengið er eftir á þessari leið.

FEsjan grjót 003yrsta myndin sýnir upphafið þegar komið er upp á Þverfellshorn.

Þessi hluti leiðarinnar er auðveldur yfirferðar. Þegar lengra er haldið kemur maður að svæði með stærra grjóti nokkuð ávölum steinum eins og sést að neðan.

Esjan grjót 018Þetta er tafsamara yfirferðar og mjög auðvelt að stíga vitlaust til jarðar.                               

 

 

 

Esjan grjót 023

 

Næst verður á vegi mans flögugrjót sem stendur sumsstaðar uppá rönd eins og hnífsblað og getur eflaust verið mjög slæmt að hrasa í slíku. Dæmi um þetta sést hér til hægri. Það er stundum alveg merkilegt hvernig þessir steinar hafa raðast í áranna rás. Eflaust eitthhvað samspil frosts og þíðu ásamt fleiru ég kann ekki skil á þessu.

 Esjan grjót 033                                                                                

Áfram er haldið og fer maður þá yfir svæði með þessum skemmtilegu melatíglum.

Melatíglar afmarkast af steinröndum sem myndast við frostþenslu eða skríða í elgnum í fyrstu þíðum á gróðurvana melum.  (Heimild: Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands – jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík ).

 

 

Esjan grjót 035Esjan grjót 042

Þegar nær dregur Lauf skörðum þá fer maður hjá smá klettum en síðan sléttist landslagð og Esjan endar flöt og auðveld yfirferðar þegar komið er að Laufskörðum. Þegar yfir þau er komið taka Móskarðahnúkar við með sínu sérstaka flögugrjóti. Það er ekki erfitt yfirferðar en getur verið laust.

 

Esjan grjót 044

Vegna umræðu um nafnið er hér smá fróðleikur um þessi fjöll: Egill J. Stardal lýsir Móskörðum á þessa leið í Árbók Ferðafélags Íslands 1985: “Móskörð eru hnjúkahvirfing úr baulusteini eða líparíti. Austasti hnjúkurinn og þeirra tígulegastur er Móskarðahnjúkur, sem rís vestan Svínaskarðs, einn og stakur eins og tröllvaxinn píramídi.” (92). (Sjá mynd á bls. 93.) Í sömu bók talar Ingvar Birgir Friðleifsson um Móskarðahnúka (m.a.144-145, mynd bls. 163) en einnig í eintölu um Móskarðahnúk (166). Sr. Gunnar Kristjánsson skrifar í sömu bók um Móskarðshnúka (180).
Á þessu sést að það er ýmislegt í gangi, en þessar upplýsingar eru frá Örnefnastofnun.

 Esjan grjót 055

Að lokum er gengið eftir hlíðum Skálafells grónum neðst en melar efst. Fjallið er auðvelt yfirferðar en brekkan upp frá Svínaskarði er nokkuð löng svona í enda langrar göngu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Stefán, þetta er nákvæm lýsing.Síðasta myndin (af þér upp Skálafell úr Svínaskarði) er ansi góð (tekin af ÍP!) þegar ýtt er á hana þrisvar, því að þá sjást rigningaskúrirnar yfir hluta Reykjavíkur.

Ívar Pálsson, 14.9.2007 kl. 21:27

2 identicon

Hæ fékk að skrifa um síðuna þína á síðunni minni. Vonandi er þér sama.

Björk (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband