Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
20.9.2009 | 23:54
Jósepsdalur
Fór hringferð umhverfis Jósepsdal um helgina ásamt Ívari. Við reyndum að fylgja fjallshryggjunum sem umlykja dalinn. Þetta er nokkuð skemmtileg leið um 12.5 km með útsýni bæði yfir Höfuðborgarsvæðið og einnig til austurs yfir heiðina og til Ölfus. Maður sér vel helstu kennileyti á öllu þessu svæði.
Á leiðinni sáum við einnig ýmist uppistandandi eða í rúst 4 gamla skála sem voru notaðir til skíðaiðkunnar áður fyrr meðal annars einn í eigu Ármenninga og annar sem kallaður var Himnaríki (sjá sögu hans hér). Eina torfæran sem við lentum í var á leiðinni upp Sauðadalahnjúka þar var klettabelti sem ég sá ekki í fljótu bragði hvar fara ætti upp þ.a. við slepptum því. Finn það út seinna.
Lífstíll | Breytt 21.9.2009 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar