Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Jöklar á undanhaldi

Ég rakst á mynd á síðu Toppfara af Virkisjökli frá því í maí 2009. Þessi mynd er tekin á líkum stað og mynd sem ég tók 1986. Á þessum 23 árum hafa orðið ótrulegar breytingar á jöklinum. Hann hefur minnkað mikið og spurning hvernig hann verður eftir 23 ár ? En sjón er sögu ríkari. Ég stal annarri myndinni af heimasíðu Toppfara ég vona að mér fyrirgefist það.

Séð niður virkisjökul

virkisjokull_2009


Esjan frá öllum hliðum

Esjan er nánast ótæmandi uppspretta góðra gönguleiða sem ég hef kannað nokkuð í haust. Ég fer gjarnan í ferðir með gönguhóp sem kalla sig FÍFUR og er sprottinn út frá ÍR Skokki. Þetta haust var þemað Esjan frá öllum hliðum. Ég komst ekki með í allar ferðirnar en nokkrar fór ég í. Þrátt fyrir misjöfn veður féll ferð aldrei niður. Ég læt hér fylgja kort af flestum leiðum en þó vantar ferðina sem farin var inn Blikdalinn.

esjan_fra_ollum


Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband