Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
16.3.2008 | 12:57
Hnjúkurinn
Fór á Hvannadalshnjúk um helgina með Baldri og Einari í Hofsnesi. Þetta var í 7 sinn fyrir mig en Einar var að fara í 229. skipti að ég held. Það þýðir að eftir 222 ferð verð ég búinn að ná honum. Vorum á skíðum en Baldur var á þrúgum og með brettið í eftirdragi. Fórum Sandfellsleið með smá breytingu í upphafi til að geta verið á skíðum sem lengst.
Veðrið var frábært sól og nánast logn allan tíman. Smá gola efst og hiti ég giska á -10 til -12 C . Ekki mikið um sýnlegar sprungur nema á Hnjúknum sjálfum. Einar var með þau mál á hreinu.
Færið upp nokkuð gott vorum á skíðum alla leiðina nánast frá bíl. Niðurleiðin var ok en maður þarf að æfa betur að skíða í mjúku færi. Ég er ekki góður á þeim vettvangi.
Vorum vel sáttir með ferðina. Borðuðum á Hótel Skaftafelli og síðan heim.
Lífstíll | Breytt 18.3.2008 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 22:39
Tindfjöll fyrr og nú
Ég fór um helgina í Tindjöllin með Ívari. Talsverður snjór var þ.a. við urðum að hefja skíðagönguna mun neðar en áætlað var. Það var í lagi þar sem veðrið var frábært. Betra veður í mars er ekki hægt að fá. Á svona degi er hvergi betra að stunda útivist en á Íslandi. Það er í raun furðulegt að t.d. þetta svæði skuli ekki fyllast af fólki á svona dögum. Útsýnið yfir á Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul var stórkostlegt.
Annars var ég talsvert á þessu svæði fyrir rúmum tuttugu árum og gróf upp nokkrar gamlar myndir af skálunum sem þarna eru. Sumir hafa látið mikið á sjá á þessum 22 árum sem liðin eru. Náttúruöflin vinna á mannanna verkum með þolinmæði og gefast aldrei upp eins og sjá má.
Þetta er Tindfjallasel 1986. Þá sá FBS um viðhald og notaði skálann þó nokkuð. Nú er verið að reisa nýjan skála um 100 metrum neðar í brekkunni, en sá gamli er á leið í náttúrulega endurvinnslu sýnist mér.
Þetta er Tindfjallasel í dag. Heldur hrörlegur og ekki mjög aðlaðandi gististaður.
Annars var veðrið frábært eins og áður sagði, og ég verð að viðurkenna að smá nostalgía kom upp þegar ég litaðist um í gamla skálanum.
Veðrið var líka frábært í mars 1986 og ég læt fylgja með í lokinn tvær myndir teknar með 22 ára millibili, en gætu í raun verið teknar sama dag.
Annars eru hér til gamans 22 ára gamlar myndir af öllum skálunum þremur sem þarna voru. Tindfjallaskáli (efsti) og Tindfjallasel (neðsti) hafa látið mikið á sjá en Miðdalur er glæsilegt hús í dag og þekkist einna helst á mikilli arinnhleðslu.
Lífstíll | Breytt 12.3.2008 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar