Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Teide , lokað í dag og næstu daga !

Var staddur á Tenerife um áramótin og planið var að ganga á Teide hæsta fjall á spænsku landssvæði. Fjallið er 3718 m hátt og er hluti að mikilli öskju sem þarna er. Það er skemmst frá því að segja að fjallið var lokað allan tímann sem við vorum á svæðinu. Það var sagt vegna ísingar en erfitt var að greina nokkurn ís á fjallinu.

Hægt var að fara með kláf upp í 3550 m hæð og fá gott útsýni yfir tindin. Það er að vísu allt annað en að fara þetta á eigin orku eins og allir vita. Það var fúlt að standa í 3550 m hæð og horfa á tindinn 168 m hærra en mega ekki fara. Það átti að athuga með opnun 6 janúar en það var of seint fyrir okkur.

Ef einhver hefur hug á að ganga á þennan tind verður fyrst að fá leyfi hjá skrifstofu þjóðgarðsins í Santa Cruz. Það kostar ekkert en maður verður að mæta í eigin persónu með vegabréf. Einnig verður vegabréfið að vera með þegar gengið er á fjallið. Verðir eru á fjallinu til að reka burt leyfislausa ferðamenn. Persónulega finnst mér þetta alltof mikið regluverk að ganga á þetta fjall og vona að þetta skipulag rati aldrei hingað norður.

Allavega þá setti ég inn nokkrar myndir af fjallinu. Gengur bara betur næst.

Teide leiðir


Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband