Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
8.1.2008 | 13:03
Teide , lokað í dag og næstu daga !
Var staddur á Tenerife um áramótin og planið var að ganga á Teide hæsta fjall á spænsku landssvæði. Fjallið er 3718 m hátt og er hluti að mikilli öskju sem þarna er. Það er skemmst frá því að segja að fjallið var lokað allan tímann sem við vorum á svæðinu. Það var sagt vegna ísingar en erfitt var að greina nokkurn ís á fjallinu.
Hægt var að fara með kláf upp í 3550 m hæð og fá gott útsýni yfir tindin. Það er að vísu allt annað en að fara þetta á eigin orku eins og allir vita. Það var fúlt að standa í 3550 m hæð og horfa á tindinn 168 m hærra en mega ekki fara. Það átti að athuga með opnun 6 janúar en það var of seint fyrir okkur.
Ef einhver hefur hug á að ganga á þennan tind verður fyrst að fá leyfi hjá skrifstofu þjóðgarðsins í Santa Cruz. Það kostar ekkert en maður verður að mæta í eigin persónu með vegabréf. Einnig verður vegabréfið að vera með þegar gengið er á fjallið. Verðir eru á fjallinu til að reka burt leyfislausa ferðamenn. Persónulega finnst mér þetta alltof mikið regluverk að ganga á þetta fjall og vona að þetta skipulag rati aldrei hingað norður.
Allavega þá setti ég inn nokkrar myndir af fjallinu. Gengur bara betur næst.
Lífstíll | Breytt 9.1.2008 kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar