Leita í fréttum mbl.is

Snæfellsjökull

Fór um mánaðarmótin með dætrum tveim tengdasyni (tilvonandi) og Ívari á Snæfellsjökul. Skýjað var í upphafi en síðan létti til og brast á með brakandi blíðu. Ég var á skíðum og Ragnheiður með bretti en hin voru gangandi. Þetta var frábær skemmtun. Gangan á jökulinn á þessum tíma er stutt aðeins um 1 og hálfur tími og leiðin niður 5 mínútur. Eitthvað er um sprungur umhverfis toppinn en við héldum okkur við förin eftir troðarann þ.a. það var í góðu lagi.

Fært er öllum bílum upp hálsinn á þessum tíma og byrjuðum við þar sem Jöklaferðir eru með bækistöðvar sínar um þessar mundir. Þetta var ekta sumarfæri og fínt að skíða niður. Gaman að geta skíðað í byrjun ágúst með hlýnun jarðar á fullu.

Ragnheiður og ég

Frábært veður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Þetta er eitthvað sem ég verð að fara að stunda í meira mæli, það fer hver að verða síðastur t.d. að fara á Snæfellsjökul (sjá t.d. Jöklar heims bráðna)

Loftslag.is, 18.8.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 115214

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband