17.8.2009 | 20:49
Snæfellsjökull
Fór um mánaðarmótin með dætrum tveim tengdasyni (tilvonandi) og Ívari á Snæfellsjökul. Skýjað var í upphafi en síðan létti til og brast á með brakandi blíðu. Ég var á skíðum og Ragnheiður með bretti en hin voru gangandi. Þetta var frábær skemmtun. Gangan á jökulinn á þessum tíma er stutt aðeins um 1 og hálfur tími og leiðin niður 5 mínútur. Eitthvað er um sprungur umhverfis toppinn en við héldum okkur við förin eftir troðarann þ.a. það var í góðu lagi.
Fært er öllum bílum upp hálsinn á þessum tíma og byrjuðum við þar sem Jöklaferðir eru með bækistöðvar sínar um þessar mundir. Þetta var ekta sumarfæri og fínt að skíða niður. Gaman að geta skíðað í byrjun ágúst með hlýnun jarðar á fullu.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 115214
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er eitthvað sem ég verð að fara að stunda í meira mæli, það fer hver að verða síðastur t.d. að fara á Snæfellsjökul (sjá t.d. Jöklar heims bráðna)
Loftslag.is, 18.8.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.