10.8.2009 | 22:17
Herðubreið
Fór með fjölskyldu og vinum austur helgina fyrir verslunarmannahelgi. Hápunkturinn var ganga á Herðubreið í ekta sumarveðri ! Hitinn á Mývatni var um 2 gráður nóttina áður og inní Herðubreiðarlindum var við frostmark.
Það hamlaði þó ekki för okkar því veður var stillt og útsýni ágætt. Uppgangan á fjallið hófst hjá okkur við bílastæði sem er við enda ökuslóðans sem liggur að fjallinu. Þetta er þokkalegur vegur og ætti að vera fær öllum jeppum. Leiðin er auðséð í upphafi upp brattar skriður. Það sem þarf að varast er grjóthrun aðallega frá samferðarmönnum. Ef einhver er á undan í brattasta kaflanum er nokkuð víst að grjót kemur niður. Það er algjört skilyrði að vera þétt saman upp og niður.
Við vorum um 2 tíma uppá brúnina síðan er um 30 mín gangur uppá toppinn sem er gígbarmur fjallsins. Það var kalt á toppnum þennan ágæta júlídag einhverja gráðu frost en ágætis útsýni. Ferðin niður var að sjálfsögðu mun fljótlegri.
Ég var langelstur í þessum hópi nokkrum áratugum eldri en næsti maður en það er ekkert kynslóðabil á fjöllum þar sitja allir við sama borð.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.