15.6.2008 | 02:23
Hengill
Margar áhugaverðar leiðir er hægt að fara í og umhverfis Hengilinn. Ég fór hring í dag sem var ansi góður og góð æfing fyrir aðrar göngur eða hlaup. Ég lagði bílnum við Draugatjörn þar sem rústir gamla sæluhússins eru nánast beint undir háspennulínum sem liggja framhjá Hellisheiðavirkjun. Aðkoman er frá línuveginum.
Það er hægt að skokka fyrstu 7-8 km um Bolavelli og inní Engjadal. Áður en komið er inní Marardal er haldið á fjallið stikaða leið uppá Vörðuskeggja og síðan niður í Innstadal og áfram niður Sleggjubeinaskarð og í bílinn. Hægt er að skokka Innstadalinn í lokin.
Leiðin er um 19 km auk þess sem farið er í um 800m hæð. Úsýnið er frábært á góðum degi. Höfuðborgarsvæðið, Þingvallavatn, Hveragerði og allt hitt. Myndin stækkar ef smellt er á hana þrisvar sinnum.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.