Leita í fréttum mbl.is

Mallorca

Höfnin í Puerto Soller 

Það er hægt að gera annað en liggja í sólbaði á Mallorca. Það reyndum við hjónin vikuna 28 maí til 4 júní þegar við fórum ásamt Ragnheiði dóttur okkar og Kötu og Sigrúnu Dís og fleiri ferðafélögum í gönguferð með Gönguhrólfi til eyjunnar.

Ég ætla ekki að vera með langa ferðlýsingu hér en áhugasamir geta farið inn á heimasíðu Gönguhrólfs og séð skipulag allra ferða sem þar eru í boði.

Skipulag ferðarinnar var gott og fararstjórinn Már jónsson stóð sig með prýði. Ég get hiklaust mælt með þessari ferð. Við gengum um 90 km á sex dögum sáum fjöll og dali, fagrar víkur og tanga.

Hápunktur hvers dags fannst mér eiginlega vera hádegismaturinn útí í fallegri náttúru góðu veðri og í fínum félagsskap. Geitakjötið var eini mínusinn. Ég held að það ætti að leyfa geitunum að lifa áfram þær eru  ekkert sérstakar á diski.

Ég setti inn myndir í albúmin mín hér efst til hægri.

Við hjónin og Ragnheiður ásamt Kötu og Sigrúnu Dís og Hauki (sem kom seinna) vorum síðan eina viku sem hefðbundnir túristar á Muro ströndinni. Heldur hefði ég nú viljað aðra viku í fjöllunum !

Enn svo ég nöldri aðeins þá finnst mér þrengslin í flugvélum vera orðin einum of. Við flugum heim með vél frá Futura og plássið fyrir hvern farþega er fáranlega lítið. Það er ekki mögulegt að sitja í þessum sætum í 4 tíma. Mér finnst þetta komið úti öfgar. Ef það þarf að hækka verð um einhverja þúsundkalla til að auka rými þá verður bara að gera það. Ég mun í framtíðinni forðast þessi síldartunnuflugfélög eins og frekast er unnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 115531

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband