20.4.2008 | 21:15
Snæfellsjökull
Fór á laugardaginn ásamt Ívari og Baldri á Snæfellsjökul. Við fórum hefðbundna leið frá Jökulhálsi. Skildum bílinn eftir í ca 400 m. hæð og fórum á skíðin. Fórum suðvestan við jökulskerin og beint á Miðþúfu. Við sáum engar sprungur á leiðinni, en það var talsverður hiti og snjórinn bráðnar hratt.
Við hittum slatta af fólki þennan dag enda er jökullinn vinsæll til útivistar. Veðrið var ekki eins gott og við vonuðumst til m.v. veðurspá en gott engu að síður þótt útsýni væri ekki mikið.
Skíðuðum niður sömu leið og snjótroðarinn fer. Það var fínt. Mér sýnist að rennslið niður í bíl hafi verið um 6.5 km og fallhæðin tæpir 1000 m.
Setti inn nokkrar myndir í albúmið. Ívar tók allar myndirnar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. ég er að fara svipaða leið og þú núna um helgina. Væri möguleiki að fá ferilinn þinn sendan á gmailið. hinnibje@gmail.com
Hinrik (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.