14.4.2008 | 13:18
Óþarfi
Skrapp á laugardaginn í smá skíðaferð upp Svínaskarð milli Móskarðahnúka og Skálafells. Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi. Það sem stingur í augun eru förin eftir blessuð mótorhjólin. Ég á erfitt með að skilja af hverju ekki er hægt að halda sig á slóðum eða í snjónum. Af hverju þarf að aka yfir ósnortið land og valda óafturkræfum skaða.
Á köflum er eins og að plógur hafi farið yfir landið. Ég hef sjálfur átt torfæruhjól þ.a. ég er ekki að hallmæla hjólunum sem slíkum. En það þarf ótrulega fáa svarta sauði til að eyðileggja fyrir fjöldanum.
Læt eina mynd fylgja sem sýnir um hvað er að ræða.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er sorglegt að sjá slíkt umgengni um okkar viðkvæma land. Hvað eru þessir menn að spá? Mótorhjólasamtökin ættu að taka þessa menn fyrir og rassskella þá ærlega. Þeir setja svartan blett á alla hina sem haga sér vel.
Úrsúla Jünemann, 14.4.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.