6.4.2008 | 18:16
Eyjafjallajökull
Fór á laugardaginn 5.04 á Hámund hæsta tind Eyjafjallajökuls um 1660 m hár. Fór í þetta sinn með félögum Í ÍSALP upp frá Seljavöllum. Veðrið var stórkostlegt glampandi sól allan tíman en vindur efst. Það er ekki við öðru að búast hjá okkur.
Gekk þokkalega fannst þetta samt nokkuð erfitt, eiginlega erfiðara en Hnjúkurinn fyrir 3 vikum. Átta mig ekki alveg á því.
Á toppnum hitti ég fólk í félaginu toppfarar.is kannaðist við nokkra þar.
Við vorum öll á skíðum þ.a. niðurferðin var fljótleg. Sundlaugin því miður lokuð.
Setti in nokkrar myndir á albúmið hægra megin á síðunni.
Vegna mikils ruglings sem virðist vera á nafngiftum á jöklinum þ.e. Goðasteinn og Guðnasteinn vil ég benda á grein sem birtist í Lesbók Moggans 25.janúar 1997 eftir Árna Alfreðsson. Eftir þann lestur ætti engin að efast lengur hvað heitir hvað. Greinina má lesa á timarit.is
Á kortinu hér fyrir neðan (Garmin) sést (ef smellt er 3svar) að Goðasteinn er merktur talsvert austan við Hámund. Þetta er ekki rétt og getur verið villandi. Goðasteinn er á vestur hlið öskjunnar í um 3 km fjarlægð en Guðnasteinn er rétt vestan við Hámund.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá ykkur. Fúlt að hafa verið veikur heima. Verð með næst!
Ívar Pálsson, 7.4.2008 kl. 18:32
Sæll
Getur þú sent mér GPS ferilinn úr þessari ferð. Þakka þér fyrir,
Björn O
Björn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:35
Sjálfsagt Björn, en hvert á ég á senda.
Stefán Bjarnason, 8.4.2008 kl. 22:55
Já skemmtileg ferð og skemmtileg færsla.
Björk H (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.