Leita í fréttum mbl.is

Hnjúkurinn

Fór á Hvannadalshnjúk um helgina með Baldri og Einari í Hofsnesi. Þetta var í 7 sinn fyrir mig en Einar var að fara í 229. skipti að ég held. Það þýðir að eftir 222 ferð verð ég búinn að ná honum. Vorum á skíðum en Baldur var á þrúgum og með brettið í eftirdragi. Fórum Sandfellsleið með smá breytingu í upphafi til að geta verið á skíðum sem lengst.

hnjukur

Veðrið var frábært sól og nánast logn allan tíman. Smá gola efst og hiti ég giska á -10 til -12 C . Ekki mikið um sýnlegar sprungur nema á Hnjúknum sjálfum. Einar var með þau mál á hreinu.

Færið upp nokkuð gott vorum á skíðum alla leiðina nánast frá bíl. Niðurleiðin var ok en maður þarf að æfa betur að skíða í mjúku færi. Ég er ekki góður á þeim vettvangi.

Vorum vel sáttir með ferðina. Borðuðum á Hótel Skaftafelli og síðan heim.

DSC_0096


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband