6.9.2007 | 20:04
Drangajökull 2003
Ég fann nýverið myndir sem ég hélt að ég hefði glatað frá ferð nokkurra félaga ásamt mér frá Unaðsdal á hábungu Drangajökulls. Ákvað að setja nokkrar hér inn.
Ferðin hófst á Ísafirði hjá Gunna Þórðar. Þá átti hann forláta gúmmíbát sem við fórum á fjórir yfir í Unaðsdal og gengum þaðan á hábunguna. Þetta var nokkuð erfið ganga löng og snjórinn blautur.
Þegar við komum til baka klukkan 2 um nótt að mig minnir þá var fjara eins og sést á myndunum og báturinn langt frá hafi. Ég man það að við hefðum alveg viljað sleppa því að drösla honum í sjóinn. Þrátt fyrir að vera gummíbátur þá var hann nokkuð þungur.
Allt gekk þó að lokum. Með í förinni var ég Gunni Ívar og fjórði maður sem ég man ekki hvað heitir. Ef einhver sem les þetta veit það látið mig vita og ég bæti því inn.
P.S. Gunnar hafði samaband og tjáði mér að fjórði maðurinn heitir Ólafur Sigmundsson og var þá afleysingalæknir á Ísafirði en fór síðan til Svíþjóðar. Hann nefndi einnig að við komum ekki til baka klukkan 2 um nótt heldur 8 um morgun og hafði ferðin þá staðið í tæpan sólarhring.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Stebbi. Svo ég hressi upp á minnið þá komum við um átta leitið um morguninn í höfn á Ísafirði. Ferðin stóð nærri því yfir um einn sólarhring.Fjórði félaginn var læknir sem starfaði á Ísafirði þá, Ólafur Sigmundsson, sem seinna fór til Svíþjóðar í framhaldsnám. Hann fór með í gegnum góðan vin minn Þorstein yfirlækni.
Þetta er sennilega erfiðasta ferð sem ég hef farið í, en við kláruðum það á toppinn.
Gunnar Þórðarson, 8.9.2007 kl. 13:23
Takk fyrir þetta ég bæti þessu við
Stefán Bjarnason, 9.9.2007 kl. 19:43
Gaman að rifja þetta ævintýri upp. Maður var dreginn hreyfingarlaus af skrifstofunni í þessa skemmtilegu raun. Erfiðast fannst mér vatnsleysið á toppnum, sitjandi á milljón tonnum af vatni! Dalverpið að toppi var svo heitt og hljótt. Skíðin hefðu komið sér vel þarna. Ég jagaðist í sundur í lokin og beið björgunar ykkar hetjanna og góðra jeppamanna. Það hvatti mig til að komast í form, sem ég gerði. Takk aftur. Vídeóin mín verða kannski tekin saman í stafrænu áður en yfir lýkur!
Ívar Pálsson, 10.9.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.