4.9.2007 | 10:52
Hvannadalshnjúkur
Hef farið ásamt fleirum nokkrar ferðir á Hvannadalshnjúk undanfarin 20 ár. Myndir úr þessum ferðum eu oft keimlíkar og erfitt að greina á milli sérstaklega ef ferðafélagar eru þeir sömu. Ég hef því sett inn nokkrar myndir frá hinum ýmsu ferðum elstu myndirnar eru frá 1986 og eru skannaðar slides myndir þ.a. gæðin eru e.t.v. ekki mikil á þeim.
Það vantar myndir úr nokkrum ferðum en það gerir ekkert til. Verst þykir mér að þó nokkuð af myndum skemmdust úr síðustu ferðinni 2007 en þær voru of sprungubjörgun og fleiru sem hefði verið gaman að eiga. Þær eyðilögðust vegna athugunarleysis ljósmyndara (SB). Það gerist ekki aftur.
Annars hef ég ekkert skrifað við myndirnar. Fólk þekkir sig eða ekki og fjöllin breytast ekki mikið, það er helst snjórinn og ísinn. Þannig sýna elstu myndirnar frá 1986 mikinn klaka rétt áður en komið er á hnjúkinn sem virðist ekki vera til staðar í dag.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.