31.8.2007 | 21:52
Eyjafjallajökull
Þessi bloggfærsla er í raun á vitlausum stað og ætti að vera á undan Hornstrandarbloggi, en hvað með það. Við fórum 3 félagar á Eyjafjallajökul í júní. Með mér í för voru Gunnar Þórðarson og Ívar Pálsson. Það var ákveðið að fara svokallaða skerjaleið upp sem hefst rétt hjá Grýtutindi á leiðinni inní Þórsmörk. Eftir smá leit fundum við rétta uppgönguleið uppá kantinn. Þessi leið er nokkuð brött en allt í lagi. Þegar upp var komið var smá gangur að snjólínu sem var í ca. 600m. Við vorum með skíði frá snjólínu og upp að Goðasteini. Á leiðinni gengum við frammá hóp frá F.Í. sem var á sömu leið og við nema að þau ætluðu niður á Hamragarðsheiði. Við þurftum að fara sömu leið niður og sækja bílinn. Veðrið var frábært gott skyggni og sól. Það var inní myndinni að ganga alla leið á Hábungu en það gafst ekki tími til þess. Uppi rákumst við á hóp frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu sem var að laga endurvarpann sem er uppá Goðasteini hann hafði eitthvað bilað. Við stoppuðum ekki mjög lengi uppi og skíðuðum niður sömu leið og upp var farin. Skíðafærið gat varla verið betra smá mjöll ofaná hörðum snjó þ.a. niðurferðin tók stuttan tíma allavega meðan snjórinn entist. Ferðin gekk vel en þetta var önnur tilraun mín í vor. Veður kom í veg fyrir fyrstu uppgöngu.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.