Leita í fréttum mbl.is

Gagnheiði

Fór laugardaginn 23.02 á skíðum uppá Gagnheiði með Ívari á nýju skíðunum sínum. Gagnheiði er heiði sem menn villast stundum uppá þegar farið er á Botnssúlur frá Svartagili. Við villtumst að vísu ekki en vorum aðeins of ofarlega þegar við komum að Súlnagili. Þar sem veðurguðirnir voru ekki í sem bestu skapi ,og ég latur ,nenntum við ekki að krækja niðurfyrir gilið. Við breyttum því ferðinni í Skíðaferð á Gagnheiði.

Skíðafærið var ekkert sérstakt annaðhvort harðfenni eða mjúkur foksnjór. Enn þetta var ekta Ísland hífandi rok -7C og skafrenningur. Það gerist ekki betra. Fyrir viku renndi maður sér niður sléttar og sólbakaðar brekkurnar í Selva á Ítalíu. Nú voru það ósléttar og vindbarðar brekkurnar á Gagnheiði. Talsvert öðruvísi skíðamennska svo ekki sé meira sagt.

Síðasta myndin er af fyrirbæri sem nefnist rosabaugur. Rosabaugar myndast við ljósbrot í ískristöllum í háskýjum, oftast blikuskýjum. Þessir baugar sjást því aðeins ef einhver skýjahula er á himni. Ískristallarnir eru sexstrendingar og þegar ljósið fer í gegnum þá breytir það um stefnu, en misjafnlega mikið eftir því hvernig það fellur á strendinginn. Algengasta stefnubreytingin er 22 gráður, og þess vegna myndast hringur í þeirri fjarlægð frá tungli eða sól á himninum. Þetta gerist þótt ískristallarnir snúi á alla mögulega vegu í skýjunum; við sjáum samsafn ljóss sem fer gegnum þá kristalla sem hafa mátulega stefnu. (heimild Vísindavefurin)

Ívar Pálsson tók myndirnar sem fylgja og eru í albúminu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason

Nýjustu myndböndin

Skíðað niður Heklu 21. júní

Skíði á Snæfellsjökli

Skíði á Hvannadalshnjúk

Skíðað/brettað niður Hvannadalshnjúk

Stuð í Berlín maraþoni

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband